Hlutprent er fjölskyldufyrirtæki sem var sett á laggirnar í árslok 2016. Fyrirtækið er stofnað vegna óþrjótandi áhuga okkar á þrívíddarprentun og öllu sem henni tengist. Það sem heillaði okkur við þessa tækni er hversu auðvelt er að gera hugmyndir að veruleika. Á skömmum tíma er hægt að fá hugmynd, teikna hana upp í tölvu, senda í prentun og halda svo á afrakstrinum í höndunum.
Í september 2022 ákvað Hrafnhildur, stofnandi Hlutprent, að draga sig í hlé og Sigurgeir Helgi Guðjónsson tengdasonur hennar tók við.