Hlutprent er fjölskyldufyrirtæki sem var sett á laggirnar í árslok 2016. Fyrirtækið er stofnað vegna óþrjótandi áhuga okkar á þrívíddarprentun og öllu sem henni tengist. Það sem heillaði okkur við þessa tækni er hversu auðvelt er að gera hugmyndir að veruleika. Á skömmum tíma er hægt að fá hugmynd, teikna hana upp í tölvu, senda í prentun og halda svo á afrakstrinum í höndunum.
Hrafnhildur Arnardóttir
Stofnandinn
Hún sinnir daglegum rekstri, teikningum, prentun og fullvinnslu hluta.
Smári Þór Baldursson
Snillingurinn
Mikill áhugamaður um hlutprentun. Sérsvið hans er teiknun flókinna líkana, efnisval og meðhöndlun.
Baldur Sigurðsson
Rekstrarkallinn
Hann sér um að allt gangi upp hjá okkur og er til halds og trausts.
Sigurður Heiðar Baldursson
Markaðskallinn
Lætur vita af tilvist okkar og breiðir út boðskapinn.