Þjónusta

Við bjóðum upp á ýmsa þjónustu í þrívíddarlausnum. Allt frá teikningu að fullgerðri vöru. Tilvalið fyrir hönnuði, í frumgerðir, varahluti eða illfáanlega hluti.   Oft mögulegt að útbúa varahluti á skemmri tíma en tekur að panta þá.

Þrívíddarteikning

Hönnum og teiknum hluti eftir óskum hvers og eins.  Útfærum jafnframt hönnun og teikningar þannig að henti til prentunar.

Skönnum inn hluti

Skönnun inn hluti.  Með þessari aðferð er hægt að taka afrit (Ljósrit) af hlutum og mynda þrívíða teikningu í tölvu sem svo er hægt að prenta.

Prentum hluti

Prentum hluti úr ýmsum gerðum af plasti og fjölbreyttu litavali, allt eftir því sem hentar hverju verkefni.

Fullvinnum plasthluti

Tökum að okkur eftirvinnslu á hlutum sé þess óskað. Eftirvinnsla er meðal annars fólgin i samsetningu flókinna forma, slípun, póleringu og málun.

preloader