Pantanaferlið

Í vefverslun okkar geturðu valið ýmsar staðlaðar vörur sem við bjóðum.  Auk þessa getum við útfært ýmis afbrigði

af vörum sem eru til eða hannað vörur frá grunni allt eftir þínum óskum.

Sérpantanaferli hefst yfirleitt þannig að þú hefur samband við okkur með þínar hugmyndir og vangaveltur.

Við útfærum tillögur byggðar á þínum hugmyndum og við vinnum í sameiningu að því að útfæra vöruna eftir þínu höfði.

Við teiknum svo upp endilega útfærslu og sendum þér hlekka á vefsíðu þar sem þú getur skoðað verkið í þrívídd áður en það fer í prentun.

Þegar útfærslan er orðin endanlega, prentum við svo hlutinn í þrívíddarprentara.

Að prentun lokinni getur þú nálgast hlutinn hjá okkur  eða við sendum þér hann í pósti.

Að jafnaði tekur afgreiðsla á smærri hlutum s.s. kökuskrauti 2-3 daga.

Opnunartími

Fimmtudagar        12 – 17
Föstudagar            12 – 17

Getum einnig afhent vörur utan hefðbundins opnunartíma gerist þess þörf.

preloader