Hlutprentun

Hlutprentun ( þrívíddarprentun ) er tækni þar sem áþreifanlegir hlutir eru myndaðir út frá teikningum.

Ferlið hefst á því að hlutur sem á að mynda er teiknaður upp í þrívídd í þar til gerðum teikniforritum. Í þeirri teikningu er form hlutarins ákveðið og hann málsettur. Að teiknivinnu lokinni er teikning send á prentara sem framleiðir hlutinn.  Í þessari prentun er beitt svipuðum aðferðum og í bleksprautprentun en í stað þess að bleki sé sprautað út um prenthaus er lagt þunnt lag af plasti. Lögð eru mörg lög og form hlutarins þannig byggt upp lag fyrir lag.  Að prentun lokinni er hlutur tilbúinn til notkunar. Í sumum tilfellum er hluturinn svo unninn frekar, eftir því hvað hentar hverju sinni. Stundum eru hlutir pússaðir, lakkaðir eða jafnvel póleraðir.

Það líkist helst göldrum þegar prentarinn breytir teikningu í áþreifalegan hlut.  Í dag er nánast mögulegt að prenta hvað sem er í þrívídd s.s. hús, skartgripi, verkfæri, varahluti, hljóðfæri og flest allt annað sem mönnum dettur í hug. Mikil og stöðug þróun á sér stað á þessari tækni t.d. hafa verið gerðar tilraunir með að prenta líffæri, mat og sérhönnuð lyf með þessari tækni.  Algengast er að hlutir séu prentaðir úr plasti. Margar gerðir af plasti eru til og ræðst það af þörfum hverju sinni hvaða efni er notað. Plöst geta verið lungamjúk (gúmmikennd) og upp í plöst með mikla hörku (nylon). Jafnframt eru til hitaþolin plöst, plöst vottuð fyrir matvæli, plöst sem innihald önnur efni s.s. málma og tré. Plöst með málum er svo hægt að pólera til að ná fram gljáa eins og um steyptan hlut sé að ræða.

Hlutprentun hentar sérstaklega vel þegar útbúa þarf hluti í litlu upplagi á tiltölulega ódýran hátt.  Þetta gildir til dæmis um ýmiskonar sérvöru. Sumir hlutir eru jafnframt illfáanlegir eða of dýrir. Með hlutprentun er hægt að útbúa þessa hluti á tiltölulega hagkvæman hátt. Þessi tækni hentar einstaklega vel í vöruþróun þar sem útbúa þarf frumgerðir af vörum.  Jafnframt er auðvelt að sérsníða hluti af þörfum eða óskum hvers og eins.  Snjöllum hugmyndum er einfalt að hrinda í framkvæmd með hlutprentun.